KYNNING

11 Dec 2015

Um mig

 

Hæhæ

Mig langar til þess að kynna mig fyrir ykkur lesendum þar sem að ég er nýgræðingur hér á FEMME blogginu.

Ég heiti Kolbrún og mun að mestu sjá um tískuhlutann á síðunni.
Í stuttu máli er ég 24 ára nemi, hundamamma, kærasta og tískuáhugakona.
 Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tísku og allt sem að henni kemur og þegar stelpurnar á FEMME auglýstu eftir manneskju í það starf þá fannst mér ég passa vel hingað inn.

Ég bloggaði um tíma inn á www.keen-bean.blogspot.com svo ég er ekki alveg ný í bloggheiminum og finnst frábært að vera byrjuð að blogga aftur.
 

Það sem ég hef áhuga á að bjóða lesendum er ekki einungis það sem er að gerast á sýningarpöllum og í tískublöðum, heldur mun ég deila mínum persónulegum stíl og tipsum ásamt hversdagslegum færslum um daginn og veginn.

 

Að lokum langar mig til þess að deila nokkrum myndum af instagramminu mínu en ég er nokkuð virk á því. 

@kolavig

 


 Ég er rosa spennt að byrja að blogga aftur og vona að þið munið hafa jafn gaman af og ég.-KAV