Tískubloggari FEMME er ?

11 Dec 2015

Loksins, loksins höfum við valið okkur tískudömu í FEMME teymið okkar sem mun fjalla um þann hluta hér á síðunni ásamt Eddu okkar þegar hún kemur aftur.

Við viljum byrja á því að þakka þeim sem sóttu um. Það var rosalega mikið af flottum stelpum sem sóttu um sem við eigum pottþétt eftir að sjá fljótlega í bloggheiminum.


Þetta umsóknarferli tók aðeins lengri tíma en við ætluðum okkur en það segir bara til um hversu staðfastar og ákveðnar við vorum á því að fá réttu manneskjuna til liðs við okkur. 
 

Hana fundum við og hún heitir

KOLBRÚN ANNA VIGNISDÓTTIR
 
 

 Við stelpurnar eru rosalega spenntar að fá hana hérna til okkar og hún mun gera frábæra hluti og hennar aðal áhersla verður tíska og hönnun en auðvitað á hún eftir að koma með fullt af fjölbreyttu efni.

Kolbrún byrjar á því að kynna sig og segja ykkur í nokkrum orðum hver hún er í kynningarfærslu sem við bíðum spenntar eftir að sjá.XX FEMME