Jólaævintýri á Kopar

14 Dec 2015

Ég fór ásamt nokkrum skemmtilegum vinum á Jólaævintýri Kopar. Það voru ótrúlega bragðgóðir og fallegir réttir á boðstólum. Ég gerði mitt besta til að fanga upplifunina með myndum og þessi færsla kemur henni vonandi til skila til ykkar.

Þegar ég var dómari í Whiskey Sour keppninni þá sat ég við hliðina á frábærri stelpu. Það komst síðan til tals að hún væri eigandi og  yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins Kopars.
Í kjölfarið sendi hún mér síðan póst og vildi bjóða mér að koma á jólaævintýri á Kopar.
Ég hef borðað nokkrum sinnum á Kopar og maturinn þar hefur alltaf verið frábær. Ég gaf einmitt foreldrum mínum gjafabréf þaðan í jólagjöf síðustu jól og þau eru ennþá að tala um það. Það er svo góð gjöf af gefa svona upplifun og sérstaklega fólki sem er ekki duglegt að dekra við sig sjálft.

En að matnum!  Hann var algjörlega frábær. Hann var svo fallega borinn fram, diskarnir og litirnir, ótrúlega flott allt saman.
Maturinn á að vera fallegur fyrir augað og auðvitað góður og þarna var hann algjörlega bæði.

Þetta kemur sem sagt á borðið til þess að deila.
Byrjar á forréttum sem koma á borðið hægt og rólega.
Svo eru aðalréttir bornir fram einn af öðrum og að endingu eftirréttur.

Ég ætla ekki að fara að skrifa um allt innihald réttanna en hægt er að skoða ítarlegri matseðil hér.

Ég verð samt að koma því að að við fengum frábæra þjónustu, Hrafnhildur vinkona er ólétt og það var 100% passað upp á að hún fengi sömu upplifun og við öll. Óáfengan jólaglögg og eldaða hörpuskel, allt gert sér á disk fyrir hana.

En við fengum á borðið ekkert smá skemmtilegan jóladrykk, hann var heitur og alls ekki þetta týpíska jólaglögg, mjög góður og fallegur drykkur.

 Á borðið kom taðreykt hangikjöt með piparrótasósu.Íslensk hörpuskel.Svo andarúllur með döðlusósu.Næst komu aðalréttirnir sem voru purusteik með einhverjum rugluðustu kartöflum sem ég hef komist í tæri við og einnig karfi í humarsósu með allskonar flottu meðlæti.
Allt kemur þetta á borðið til þess að deila.
Sharing is caring !

Svo hefur maður alltaf smá pláss fyrir eftirrétt.
Brúnka með ís og sykruðum mandarínum.Uppáhellta kaffið kom svo í svona lítilli hitakrús, einmitt eitt svona smáatriði sem gerir svo mikið.

Tvær sáttar og saddar.

Ég vil þakka henni Ylfu kærlega fyrir að bjóða okkur og Kopar fyrir algjörlega frábæran mat og toppþjónustu.
Hlakka til að koma aftur.

Marta Rún