Kæri Jóli...

14 Dec 2015

Nokkrir hlutir sem eru á óskalistanum mínum...

INNI - Bók með myndum af verkum eftir Rut Kára. Ég er mikill aðdándi hennar og get rétt ímyndað mér hvað þessi bók hefur að geyma fallegar myndir

OPI - Þessi litur er svo jólalegur og mundi sóma sér vel við jóladressin

NORR 11 - Langue Avantgarde stóll, þetta eru drauma borðstofustólarnir. Gott að sitja í þeim og afar fallegir og tímalausir að mínu mati.

SIGN - Ég er mjög skotin í þessum hring frá SIGN, ég mátaði hann um daginn og langaði bara ekkert að skila honum tilbaka.

REYKJAVIK BUTIK - Moebe rammi, mjög töff viðarrammi sem sést í gegn, getur t.d. verið með minni mynd og nýtt litinn á veggnu hjá þér sem kanta

BILLI BI- Ég er afar íhaldsöm þegar kemur að skóm. Vel yfirleitt gæði og að þeir geti passað við margt. Þessir finnst mér fallegir.

DAGG - Ég er sjúk í þennan vasa, ég bloggaði um hann hérna. Það er eitthvað við hann...