HILDUR YEOMAN - FLÓRA

15 Dec 2015

Nýjasta lína Hildar Yeoman, Flóra 

 

Á hönnunarmars á þessu ári birti Hildur Yeoman nýjustu fatalínuna sína Flóra.
Ég fell að vísu fyrir öllu sem hún hannar en það er eitthvað við þessa línu sem kallar á mig. 
Línan er loksins lent í verslunina Kiosk og ég verð að viðurkenna að ég hreinlega þori ekki að skoða né máta neitt því ég er viss um að það yrði ekki aftur snúið. 

Ég á einn kjól úr síðustu línu Hildar, Yulia
Ég held ég hafi sjaldan eytt pening með jafn góðri samvisku en ég er mjög hlynnt því að styrkja íslenska hönnun og hönnuði. 
Ég er einnig mjög heilluð af því þegar hönnuðir framleiða einungis nokkrar flíkur í hverri stærð
Það gerir flíkina mun einstakari og eigulegri fyrir vikið.

 

Ég má til með að sýna ykkur þessa gersemd sem er í miklu uppáhaldi. 

 

 

Hvort sem að það eru sokkabuxur og hælar eða buxur og leðurjakki þá finnst mér hann passa við öll tilefni. 
 

Ég mæli með að þú kíkir í Kiosk ef þú vilt næla þér í einn skvísukjól fyrir jólaboðin eða áramótin. 

 

-KAV