DIMMBLÁ

17 Dec 2015

Nú ætla ég enn og aftur að lofsyngja íslenska hönnun en að þessu sinni er ég dolfallin yfir slæðunum frá vörumerkinu Dimmblá.


Slæðan sem ég klæðist er úr nýrri línu sem heitir Glacial Collection. Mér finnst línan einstaklega falleg og vönduð, enda er hver flík prentuð með fallegu mynstri sem er hannað úr ljósmyndum af stórkostlegu sjónarspili íss og jökla. 
Slæðurnar frá Dimmblá eru úr nýstárlegu vistvænu 100% banana efni. Efnið er unnið úr laufum og trjástilkum eftir banana uppskeru og er framleitt á örfáum stöðum í Suðaustur Asíu.

 

 

Þessi dásamlega slæða verður mikið notuð enda þvílíkt mjúk og þægileg.
Poppar upp látlaust outfit eins og það sem ég er í á myndinni.

Hægt er að skoða línuna í heild sinni á heimasíðu Dimmblá hér
Slæðurnar eru meðal annars fáanlegar í Kraum og Kastaníu
 

Slæðan sem ég er með heitir Cold Scarf. 

 

-KAV