Hátíðarkokteill

18 Dec 2015

Hér er uppskrift af freyðivínskokteil sem passar vel yfir hátíðarnar.

Gott freyðivín (Ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) 
Jarðaberja Mickey Finn (Notað í drykkinn eins og jarðaberjasýróp).
Rósmarínstöngull
Hrásykur.

Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund.
Helltu svo Prosecco í glasið.
Varlega helliru síðan Jarðaberja Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.
Á endanum seturu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn.

Hann er fallegur fyrir augað, einfaldur og góður.

Með rósmaríninu kemur smá bragð en það er samt aðallega notað fyrir lyktina.
Sykurinn á glasinu gefur sætu og Mickey Finn gefur svo jarðarberjabragð með freyðivíninu.Jólakveðjur Marta Rún