NÝTT Í SNYRTIHILLUNA

21 Dec 2015

Ég verlsaði mér nýlega burstasett frá Sonia Kashuk sem ég verð að fá að deila með ykkur.

Þó ég sé nú ekkert förðunar séní þá hef ég samt sem áður mikinn áhuga á allskyns förðunarvörum. 
Ég verð að viðurkenna að ég keypti settið án þess að vita neitt um þetta merki, mér hreinlega fannst burstarnir bara svo sjúklega fallegir.
Ég pantaði þá af Target.com (hægt að kaupa hér).
Ég er rosalega ánægð með þá miðað við verð og ekki skemmir útlitið fyrir. 

 

 

Plasthirsluna fékk ég hér, en þessi síða er með mikið úrval af sniðugum skipulagslausnum. 
 

Hlakka til að sparsla mig með þessum fínu burstum þó ég vilji helst ekki skíta þá út :)


-KAV