Sjúklega flottar myndir eftir Gróu Sig

21 Dec 2015


Falleg list er tilvalin jólagjöf á flott heimili!

 

Ég rakst á þessar myndir á Instagraminu góða frá Gróu Sig og ég kolféll fyrir þeim. Ég tók smá spjall við listakonuna sjálfa og kynntist henni og verkum hennar betur því að ég er ótrúlega áhugasöm um það hvernig hún sækir sér í innblásturinn og setur myndirnar saman. Þessi list hennar er svona "breath of fresh air" ef ég má sletta smá, allavega hér á landi þegar kemur að myndlist.
 

 

Gróa Sigurðardóttir, 25 ára ljósmyndari – artist. Nýflutt heim til Íslands frá London þar sem ég er búin að vera búsett og stunda nám síðustu þrjú ár í University of Arts London, London College of Fashion og var að útskrifast úr Ba(hons) Fashion Styling and Photography með áherslu á ljósmyndun. 

Verkin mín samanstanda af ljósmyndum, mixed media, collage myndum og video-um. Ég er dugleg að prófa mig áfram með hugmyndirnar mínar, og fikta með form, liti og tilfinningar. Innblástur fyrir collage myndirnar mínar hef ég sótt mikið í líkamann, umhverfið, litina úr íslenska sólsetrinu, blóm og fornmuni. 

Staðalímynd kvenna í nútíma samfélagi og afmyndun líkamans þar sem settar eru fram óraunhæfar hugmyndir og væntingar um það hvernig eðlilegt sé að konur líti út og það að líkama kvenna se stillt upp sem kyntákni, sem var
conceptið mitt í lokaverkefninu mínu í skólanum.

Ég nota mikið bleikan lit og blóm í collage myndirnar mínar sem ég hef pússlað saman í fígúrur og fikrað mig áfram með það. Það sem einkenna myndirnar eru mismunandi áferðir, aðferðir og efni í myndunum sem skapa vissa stemmingu og gefa þeim dýpt.

 
 


Það eru fjórar týpur af collage myndunum og eru þær tilvaldar til gjafa,.
Þið getið nálgast myndirnar mínar með því að hafa samband við mig á facebook eða email groa110@gmail.com.

Ég tek einnig að mér ýmis ljósmyndaverkefni og alltaf með skemmtileg tilboð í gangi ! endilega sendið mér línu ef fyrirspurnir vakna.

https://www.facebook.com/groaaa
www.groasig.com

__________

Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög svo hrifin af þessum collage myndum og hlakka til að sjá meira frá henni, alveg tvímælalaust!
 

Xs