Hátíðarlúkk - Allt sem er grænt grænt...

24 Dec 2015

Ég afsaka fjarveruna hér gott fólk, lífið búið að vera frekar busy á öllum vígstöðum undanfarið. 

En ég kíkti í snyrtivörubúðina Fotia um daginn að skoða allt flotta úrvalið sem þar er í boði. Ég varð dolfallin að glimmeri frá Lit cosmetics sem heitir Peacock en það er einmitt glimmerið sem ég notaði í þetta lúkk. Það er mjög mikið af úrvali af fallegum glimmerum hjá þeim svo þeir sem eiga eftir að finna áramóta makeup lúkkið geta fundið svo mikið af fallegum litum hjá þeim. 

Möst er að nota glimmer festi með svo að glimmerið fari á nákvæmlega þá staði sem þú villt hafa það á og svo það haggist nú ekki allt kvöldið. Þessi glitter base frá Lit er það besta sem ég hef prófað hingað til þegar ég er að vinna með glimmer. Sem dæmi þá farðaði ég vinkonu mína núna um helgina og notaði baseinn undir glimmer og daginn eftir þegar við vöknuðum var augnförðunin öllu gríni sleppt alveg eins og ég væri nýbúin að mála hana. 

Þessi litur er svo sjúklega fallegur og kallar á mikla athygli svo þetta er fullkomið áramótalúkk að mínu mati. Ég keypti mér nokkra morphe staka augnskugga í sömu ferð í fotia og ég notaði þá með í þetta lúkk. Þessir augnskuggar eru, fyrir ykkur sem ekki hafið prófað þá ennþá, ótrúlega góðir og þæginlegt að vinna með þá, og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru ódýrir. Ég notaði litinn Bridesmade frá Morphe í glóbuslínuna og undir augun, peacock glimmer frá Lit yfir allt augnlokið, Morphe augnskuggan Marbleized í innri augnkrókinn og svo að lokum svartan blautan eyeliner frá Eye of horus.

Restin af vörunum sem ég notaði eru á myndinni hérna að neðan. 

Sensai farði, Urban Decay hyljari í litnum light medium, Elf blush paletta, Eye of horus blautur eyeliner, Bare Minerals augabrúnapenni, Loreal Nude BB púður, YSL nude liturinn úr kiss & love línunni, Harmony kinnalitur frá MAC og Lancome Hypnose Drama maskari. 

Í lokin ætla ég svo að nýta tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Ég vona að þið eigið eftir að njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum <3 

 

Steffý