Topp 3 árið 2015

02 Jan 2016

Ég setti saman topp 3 lista yfir uppáhaldsuppskriftir, kokteila og veitingastaði sem ég eldaði, mixaði og heimsótti á árinu 2015.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir lesturinn á árinu 2015 sem hefur aldrei verið meiri.

Stundum þegar ég er að blogga þá hugsa ég, æji hver nennir eiginlega að lesa þetta? En svo sé ég að fullt af fólki gerir það. Það er ekkert skemmtilegra en að hitta vini og kunningja og fá skilaboð um að þau sé að lesa færslurnar og sé duglegt að gera uppskriftirnar. Það er alveg ótrúlega hvetjandi. 
Hérna eru svo listarnir yfir það sem mér líkaði best á árinu:


Veitingastaðir:

Brunch á Apótekinu5 góðir stefnumótastaðirBjórgarðurinn
Uppskriftir:

Prosciutto vafðar kjúklingabringur LasagnaFyllt svínalund

Kokteilar:

Gin&BasilCointreau kokteillGinger G&T


Ég vona að þið hafið haft það sem allra best um hátíðarnar, borðað mikið af góðum mat og einnig vona ég að 2016 verði enn betra ár hjá ykkur öllum.
Hlakka til ársins 2016 á FEMME.is með ykkur.