ÁRAMÓTADRESS

03 Jan 2016

Áramótadressið að þessu sinni var gamall kjóll sem ég keypti fyrir afmælið mitt árið 2012. 

Þrátt fyrir að hafa eytt nánast öllu kvöldinu á náttfötunum þá smellti ég nokkrum myndum af mér í kjólnum.
Hvað segiði annars, eruði nokkuð komin með leið á horfa niður í gólf pósunni strax?
 
Ég ákvað að eyða áramótunum uppi í bústað í rólegheitunum með fjölskyldunni og voffa litla. 
Ég sé alls ekki eftir því enda var þetta afar notalegt og þægilegt því þetta voru jú fyrstu áramótin hans Roskó.
Eins og flestir vita þá er þetta ekki uppáhalds tími hunda svo að þetta hentaði okkur mjög vel.  

En aftur að dressinu.
Mig minnir að ég hafi fengið kjólinn í Rokk og Rósum á sínum tíma. Ég var búin að steingleyma honum inni í skáp og var í smá krísu í hverju ég ætti að vera eins og á hverju ári en svo mundi ég allt í einu eftir þessum. 
Planið var að vera í svörtum pallíettukjól sem ég pantaði af etsy.com fyrir nokkru síðan en hann verður að bíða betri tíma.
 

 

Að lokum ætla ég að nýta tækifærið og óska öllum gleðilegt nýtt ár og ég vona að allir hafi haft það sem best um jólin. 

-KAV