Heimaskrifstofa full af glamúr

05 Jan 2016

Mikið er ég hrifin af þeirri hugmynd að hafa fallega vinnuaðstöðu og ég hef fulla trú á því að umhverfið breytir sköpun þegar kemur að vinnuálagi og stressi. Ef ég ætti svona fallega aðstöðu til þess að vinna og blogga þá væri ég bloggandi allan daginn, ég sæti með krúttlegan kaffibolla og fletti tímaritum í leit að einhverju nýju, nýjum innblæstri. Ég meina, hver væri ekki til í vinnuumhverfi með arin og minibar?! Ef ég ætti svona aðstöðu þá væri allt fabjúlus&gordjöss sem myndi fara þarna fram og það væri bannað að sitja þarna í náttfötunum með skítugt hár.

Þetta workspace er í heimahúsi believe it or not. Við landar vinnum/lærum mikið heima og eyðum miklum tíma fyrir framan tölvuna en erum ekkert sérstaklega að henda í þæginlega vinnuaðstöðu fyrir þennan tíma. Oftast verður sófinn eða eldhúsborðið fyrir valinu, umhverfi og andrúmsloft sem hvað mesta áreitið er að finna og hjálpar okkur lítið með einbeitinguna. Aftur á móti svona umhverfi eins og þetta myndi gefa okkur meiri drifkraft og hvatningu í að gera betur. 

-Xs