NÝIR SKÓR

07 Jan 2016

Ég er algjör sökker fyrir svörtum hælum og virðist aldrei eiga nóg af þeim. 
Ég á eina 67 skó sem ég nota nánast daglega og þeir eru orðnir nokkuð sjúskaðir svo ég ákvað að finna mér staðgengil.


Ég er búin að hafa augastað á þessum skóm síðan þeir komu í Kaupfélagið og ákvað svo loksins að skella mér á þá. 
Þeir eru frá ítalska merkinu Prima Edizione og eru úr ekta leðri bæði að innan og utan. 
 Skórnir eru fáanlegir í þremur litum, svörtum, ljós- og dökkbrúnum hægt að sjá alla liti hér.
Verð: -24.995 kr.
 

Fást í Kaupfélaginu Kringlunni og Smáralind

 

-KAV