Myndavélin mín

11 Jan 2016

Ég hef alveg ótrúlega gaman af fallegum ljósmyndum. Ég fjárfesti fyrr á árinu í myndavél sem er fullkomin fyrir fólk á ferðinni.

Ég hef fengið nokkra tölvupósta þar sem verið er að forvitnast um hvernig myndavél ég eigi. Ég ákvað því bara að setja það hingað inn.
Það var komin tími til að kaupa nýja myndavél því ég var búin að eiga þá gömlu í nokkur ár og ég  keypti hana notaða.
Sú gamla var Canon, ég kunni vel við hana og vildi því skoða aðra Canon vél.
Hin vélin var stór og þung og ég nenti bara alls ekki alltaf að taka hana með mér þegar ég var með litla tösku á mér eða að ferðast.
Þannig ég vildi netta vél en samt það góða að ég gæti skipt um linsu og verið með sömu stillingar og "pro" myndavél.


Sú sem ég fékk mér heitir Canon M3 en hún er alveg í fullkominni stærð fyrir mig.
Ég get snúið skjánum alveg yfir vélina sem passar vel því ég tek svo oft myndir af matardiskum. Þá tek ég mynd niður og get snúið skjánum þannig ég sjái á hann.
Ég seldi hina vélina mína upp í á Bland.is til að geta auðvelda kaupin. Þegar það var komið að sækja hana var sá sem keypti hana ekki með peninginn á sér þannig ég lét hann sækja Aur appið og með því lagði kaupandinn inn á mig. Það er svo mikil snilld að þegar maður er að selja á bland.is eða Facebook-síðum að geta bara sent rukkun eða millifært með AUR-appinu. Mæli algjörlega með því!Einn daginn mun ég fjárfesta líka í einni stærri vél.
Það er alveg þess virði að safna fyrir góðri vél. Það eru fullt að góðum vélum til og ég veit til dæmis að Steffý er með Sony vél sem hún er ótrúlega ánægð með. Ég held að það þurfi bara allir að finna sýna réttu vél og mæli ég með að skoða á netinu hvað fólk hefur að segja um vélarnar kannski frekar en að einn sölumaður selji þér vélina.