UPPÁHALDS HEIMA

12 Jan 2016

 Ég er mjög hrifin af einsökum og fallegum mublum með sál og sögu.
Kannski er ég bara svona gamaldags en ég er með svipað sjónarmið þegar kemur að tísku - elska einstakar vintage flíkur!


Mig langar til þess að deila með ykkur uppáhalds "horninu" mínu á heimilinu.

Ég og kærastinn minn byrjuðum að búa fyrir tveimur árum og við áttum ekki mikið í búið. Við vorum svo heppin að fá mublur frá ættingjum sem enginn var að nota. Við höfum svo púslað þeim saman og reynt að mynda ágætis heild.

 

 

Það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt. Um að gera að nýta húsgögn sem enginn hefur not fyrir. Það er líka alltaf hægt að gera þau upp, ég málaði t.d. spegilinn svartan. Það getur breytt heilmiklu. 
 

Ég mun sennilega sýna ykkur meira af heimilinu seinna.

þangað til næst,

-KAV