DIY - IKEA borði breytt í bekk

15 Jan 2016

Í þessum einföldu skrefum getur þú breytt Vittsjö innskotsborðum í bólstraðan bekk eins og má sjá á mynd.

Súper einfalt! Það eina sem þú þarft er:

Ikea borð (koma 2 í pakka, minna borðið getur þú notað sem stofuborð, hliðarborð eða náttborð)
Gyllt sprey (þ.e.a.s. ef þú vilt spreyja það)
110x65 af fallegu efni (ég myndi fara í velvet)
Svamp (110x60)

Annað: málmband, skæri, tússpenna, heftibyssu, hefti og töng. 
 

AÐFERÐ

1. Notaðu töngina til að fjarlægja járnpinnana sem halda neðri plötunni. Ýttu þeim upp og niður í nokkur skipti og þeir ættu að fara af auðveldlega. 

2. Spreyjaðu grindina og láttu það þorna í rúma klst. 

3. Notaðu plötuna sem þú fjarlægðir, leggðu hann á svampinn, tússaðu fyrir nákvæmri stærð á svampinum og klipptu/skerðu svampinn frá útlínunum.

4. Leggðu svampinn á plötuna, efnið á svampinn (efnið ætti að vera 10 cm stærra en svampurinn á öllum hliðum) og heftaðu efnið utan um þetta allt aftan á plötuna. Farðu varlega í hornin, það þarf að brjóta þau fallega saman niður og svo hefta. 

5. Settu þetta efst á grindina og VOILA - bekkurinn þinn er tilbúinn!


Þetta ætti að taka þig innan við 2 klst. GANGI ÞÉR VEL!

- Xs

 

#diy