GLEÐILEGT NÝTT HÁR

15 Jan 2016

Ég hef verið að fá spurningar varðandi hárið mitt síðan ég lýsti það. Minn náttúrulegi hárlitur er dökkbrúnn og margir hafa furðað sig á því hvernig ég náði litnum svona ljósum á svo stuttum tíma. Ég er nú engin fagmanneskja í þessum málum en ég get þó deilt með ykkur ferlinu og hver á heiðurinn af þessu öllu saman.

Ég var sú týpa sem fór í klippingu á tveggja ára fresti og breytti aldrei neinu. Vildi halda mínu síða dökkbrúna náttúrulega hári. 
Síðan kom sá tími að mig langaði í breytingu. Ég ákvað að prófa ombre hár og fílaði ljósa litinn vel. 
Þetta hvíta hártrend sem hefur verið að tröllríða öllu hefur heillað mig lengi svo ég ákvað að slá til. Ég treysti ekki hverjum sem er í þetta verkefni og ráðfærði mig við Sverri á Kompaníinu. Ég sýndi honum myndir og spurði hvort þetta væri ekki alveg hægt því ég vildi  alls ekki enda með appelsínugult hár.
Fyrir sirka 2 mánuðum fór ég í aflitun. Ég þurfti reyndar tvær aflitanir til þess að ná þessu eins og ég vildi.

Ég fór síðan og lét lita rótina mína í vikunni enda var hún orðin nokkuð áberandi. Ég ákvað að klippa hárið mitt styttra í leiðinni. Mig hefur lengi langað til að prófa þetta look og gæti ekki verið sáttari með útkomuna! 

 


Er ekki annars janúar tími breytinga ? 


Að lokum vil ég svara hér hvaða myndavél og linsu ég nota því ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir. Ég nota Canon 1100D. Myndirnar hér að ofan eru teknar með 50mm linsu sem fæst hér. Linsan er t.d. fullkomin í portrett myndir líkt og þessar. 
 

-KAV