Hugmyndir að bóndadagsgjöf

20 Jan 2016

Áttu eftir að kaupa gjöf handa hinum helmingnum fyrir föstudaginn? Hér er nokkrar fljótlegar hugmyndir að bóndadagsgjöf.

1. Skeggslá Darwins Ég mæli með að þið kynnið ykkur þessa vöru, hún er ótrúlega sniðug! Sjálf er ég alltaf að röfla í mínum manni að það séu skegghár út um allan vaskinn, þessi vara ætti að binda enda á nöldrið í mér.

2. FitBit úr Fylgir þér hvert sem þú ferð og skráir niður fyrir þig fjarlægðir, skrefafjölda, tröppuþrep og áætlar brenndar kaloríur. Það skynjar sjálfkrafa hvenær og hvernig þú sefur og getur vakið þig á hljóðlátan máta með því að titra án þess að vekja aðra í kringum þig. Flott fyrir karlpeninginn sem ætlaði að taka sig á á nýju ári. 

3. Góður bjór Það er aldrei hægt að klikka á þessari gjöf. Kippa af góðum bjór ætti að vera bónusgjöf, bóndadagurinn er nú á flöskudegi!

4. Komono úr Stíliseraðu kallinn aðeins upp með töff úri frá strákunum í Húrra Reykjavík.

5. Ray Ban Clubmaster sólgleraugu Þú færir honum þau í gjöf en notar þau líklega meira sjálf, svo flott eru þau! win-win..

6. Backbeat Fit heyrnatól Þráðlaus heyrnatól fyrir ræktina og útihlaupin.

7. Gjafabréf á Apótek restaurant Sjá auglýsingu á forsíðu okkar.

__________

- Xs