Makeup Trend ársins 2016

21 Jan 2016

Nýju ári fylgja nýjar áherslur á mörgum stöðum og er snyrtivörubransinn engin undantekning þar. 

Það voru ákveðin förðunar atriði sem voru áberandi á tískupöllunum sem sýna hvað koma skal. Runway makeup er oft á tíðum mjög djarft og öðruvísi sem við notumst kannski ekki mikið við svona almennt en það voru þó nokkuð mörg trend sem vel er hægt að fylgja. 

Húðin

Allir virðast vera sammála um að náttúruleg húð sé að fara vera aðal trendið fyrir árið 2016. Allstaðar er talað um "dewy",  "soft", "natural", "glowing" og "bare" þegar verið er að lýsa helstu áherslunum.

Go for bronze 

Fallega sólbrún húð var áberandi þar sem notast var við bronzer til þess að ná fram náttúrulegu sólkysstu útliti. Hér er meira verið að leitast eftir því að láta húðina vera frísklega og heilbrigða í útliti. Þetta er að koma í staðinn fyrir að reyna gera harkalega skugga eins og hefur verið svo áberandi í highlight og contour tískubylgjunni sem hefur ekki farið fram hjá neinum.

Fake freknur

Fake freknur voru þó nokkuð notaðar á tískupöllunum og ég verð að segja að mér finnst þetta skemmtilegt trend. Það passar líka vel við "fresh face" fýlinginn sem mun vera í gangi þetta árið. Fyrir ykkur sem langar að prófa þá er Birna Magg snillingur í að gera fake freknur og hún sýnir í myndbandi hér hvernig hún gerir þær.

Glimmer

Glimmer ætti að verða meira áberandi í ár og notað við fleiri tilefni en bara um áramót. Það er nóg af úrvali af glimmeri núna hérna heima eins og t.d frá Lit Cosmetics sem fæst hjá Fotia.is. Ég mæli með því að allir sem eru að vinna með glimmer fái sér glimmer baseinn frá þeim, hann er algjör snilld! Haustfjord.is er einnig að selja glimmer frá eye candy. 

Bronze augnskuggar

Bronzlituð augnlok eru mikið inn í ár og haldast pínu í hendur við þetta jarðlita og glowing lúkk sem á að vera allt í öllu núna. Það hentuga við þetta er að bronze fer öllum augnlitum svo allir geta unnið með þetta trend. 

Rauðar varir

Rauðar varir eru klassískar og tæknilega séð eitt af þessu sem er bara alltaf í tísku. Það er hins vegar ákveðinn rauður, þessi bjarti epla rauði sem var útum allt á tískupöllunum með satin áferð. 

Augnhár og eyeliner

Eyeliner er líka eitt af þessu klassíska en trendið nær yfir vítt svið. Eyeliner með spíss heldur velli þó að spíssinn sé örlítið í styttri kantinum. Einnig var "lived in" lúkk áberandi en augu módelana voru innrömmuð með eyeliner í vatnslínunni bæði eftir og neðri. Augnhár eru eitthvað sem hafa ekki verið áberandi hingað til á tískupöllunum en nú voru augnhár og þá sérstaklega í 60s stíl áberandi. 

Það er nokkuð áberandi þegar maður fer yfir myndir frá hinum ýmsu tískuhúsum að förðunarteymin eru mörg hver undir miklum áhrifum frá 60s tímabilinu. 90s átti svolítið mikið í árinu 2015 þar sem varirnar voru í aðalhlutverki svo ég fagna því að 60s tíminn sé að fá smá ást. 

 

Steffý