NEW IN - NB skór

30 Jan 2016

Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá ættu þið að hafa tekið eftir áhuga mínum á New Balance strigaskóm. Þeir urðu loksins mínir í vikunni og ég er hæst ánægð með þá, ótrúlega þæginlegir og ekki skemmir hvað þeir lúkka!

Fyrir þennan tíma árs valdi ég mér þessa gráu sem eru einnig smá kremaðir. Mig langaði að fara út í grátt þar sem ég á svo mikið af svörtum pörum (sem eru reyndar alltaf solid) og ég er mjög ánægð með litavalið á þeim, þeir passa svo vel við allar gráu/camel/svörtu yfirhafnirnar mínar - Ég segi það enn og aftur..

Falleg yfirhöfn, töff buxur og statement strigaskór - það getur bara ekki klikkað...
 

Ef maður fær nýja skó, sest maður ekki á gólfið, kemur sér asnalega fyrir og tekur myndir af þeim? Gera ekki allir bloggarar það? Jú maður klæðir sig í fínustu buxurnar sínar við, smellir nokkrum myndum og horfir á hinn helminginn ranghvolfa augunum yfir manni.
Hahah æjji það er bara svo gott að geta gert grín að sjálfri sér.

 

NB skó færðu hér og í búðum Gallerý Sautján, GS Skór, Húrra Reykjavík, Geysir og Urban.

 

- Xs