Femmekvöld á Caruso

03 Feb 2016

Við fórum nokkrar af stelpunum á síðunni saman út að borða í tilefni af nýjustu viðbót hópsins henni Kollu. Við settumst niður í spjall og borðuðum góðan mat á Caruso og maturinn var ekkert smá góður. Hér eru girnilegar og skemmtilegar myndir frá þeirri ferð.

Ég hafði ekki farið áður á Caruso eftir að hann opnaði á nýja staðnum.

Ég fylgdist með "Caruso-málinu" öllu saman í fréttunum þegar það honum var lokað á gamla staðnum en ég var alltaf "team" Caruso.
Það sem er samt svo skemmtilegt við nýja staðinn er að þau ná algjörlega að fanga sömu stemmingu og ríkti á gamla staðnum.
Ekta svona kósý stemming og fyrir okkur sem erum íslensk og komum þarna inn þá er pínu eins og maður sé komin á einhvern allt annan stað en Reykjavík. Mér leið alla vega eins og ég væri komin einhvert lengst í burtu.

Þetta er líka ekta staður til þess að fara á stefnumót því hann er ekkert smá rómantískur. Til að sanna mál mitt þá sagði eigandinn okkur að það væri meira að segja einhver að fara að biðja kærustunnar sinnar þarna á laugardaginn. Ég trúi ekki öðru en hún hafi sagt já því þau fengu að vera alveg í friði í rómantísku horni.

Þau voru svo yndisleg þegar ég sendi þeim póst um hvort ég mætti koma og taka myndir af matnum og staðnum þá var það ekkert mál. Þau ákváðu meira að segja að gera sér matseðil fyrir okkur til að smakka og deila. Það er auðvitað skemmtilegra fyrir mig að taka myndir af alls konar mat og ég tala nú ekki um að það fá að smakka marga mismunandi rétti.

Við vorum fjórar saman að borða ég, Sara Dögg, Steffý og Kolla. Við fengum 4 forrétti og 4 aðalrétti og svo deildum við smá eftirrétti.
Við vorum allar sammála um að maturinn og þjónustan voru gjörsamlega til fyrirmyndar.
Eigendurnir spjölluðu við okkur eftir matinn, sýndu okkur um og sögðu frá staðnum og sögunni hans. Við áttum ekki aukatekið orð yfir þessari gestreisni.

Forréttirnir voru æðislegir. Ég var sérstaklega hrifin af carpaccio, mozzarella og tómötum en við fengum líka þvílíkt góða humarsúpu og snigla í hvítlauk.
Engin af okkur hafði smakkað snigla áður en mig hefur alltaf langað til þess að smakka. Þeir voru mjög góðir, mæli með að prufa þá, eitthvað nýtt!Eldbökuð pizza með mozzarella, tómötum og basil getur bara ekki klikkað.Laxinn var líka mjög góður og vel eldaður.Spaghetti með chilli og parmesan.Lambakórónur sem voru mjög góðar og mjúkar.

Við fengum pizzu, lax, lambakórónu og spaghetti.
Við skiptumst bara á diskum og allar smökkuðu.
Sharing is caring !Þessi mynd lýsir svolítið því þegar vinahópar fara saman út að borða á góðum stað.

Eins og ég sagði þá er staðurinn mjög rómantískur en ég tók nokkrar myndir af staðnum.Ég ætla að enda þessa grein á að þakka kærlega fyrir okkur.
Við munum allar 100% koma aftur og aftur!
Ég varð strax spennt fyrir því að fara aftur þegar ég var að skrifa þessu grein í morgun.

Bestu kveðjur
 Marta Rún