Wonder Mud undra maskinn!

12 Feb 2016

Mér finnst fátt meira kosy en að taka heima spa kvöld með öllu tilheyrandi. Ég geri það því miður alltof sjaldan þar sem ég gef mér ekki tíma í það fyrr en húðin og hárið eru farin að öskra á athygli.

Það var nákvæmlega það sem gerðist núna um daginn og ég þurfti að fara gera eitthvað í mínum málum. Húðin á mér var orðin frekar þurr og líflaus ásamt því að upp voru farin að safnast óhreinindi sem voru alls ekki velkomin. Ég prófaði nýja maskann frá Biotherm sem heitir Wonder Mud, og þetta nafn gæti ekki átt betur við.

Maskinn er steinefna og þörunga maski og inniheldur Rhassoul leir og astaxanthin sem er hundrað sinnum meira andoxandi en E vítamín. Ef þú ert með stíflaðar húðholur, grófa húð og óhreina húð þá er þetta allt hlutir sem maskinn er hannaður til að vinna á, ásamt því að veita raka og endurvekja ljómann í húðinni. Maskann á að bera á andlitið allt nema augnsvæði og varir og leyfa honum að þorna í nokkrar mínútur. Þegar kemur að því að þrífa hann af þá nuddar maður með fingrunum þar sem það eru lítil korn í maskanum sem hjálpa til við að hreinsa húðina enn betur.

Ég tók eftir því strax eftir fyrstu notkun að húðin varð um leið frískleg, nærð og ótrúlega mjúk. Eiginlega besta leiðin til að lýsa húðinni eftir notkun er að hún var mjög heilbrigð í útliti sem er nákvæmlega það sem ég sækist eftir. Elska líka vörur þar sem maður sér árangur strax. 

Allavegana, ef að þið eruð í leit að nýjum maska til að fríska upp á andlitið þessa síðustu vetrarmánuði þá er þessi klárlega eitthvað sem þið ættuð að skoða. Húðin á okkur er búin að þola aðeins of mikið frost undanfarið fyrir minn smekk svo það er um að gera að hugsa vel um hana. Það er líka alltaf svo gaman að segja frá nýjum hlutum þegar það eru tax free dagar í Hagkaup, svo þeim sem langar að prófa geta keypt hann á betra verði núna um helgina! 

 

Steffý