Nýjir hælar

13 Feb 2016

LACE UP HEELS fyrir sumarið.

Á Instagram skrollinu mínu sá ég þessa fögru hæla hjá einni íslenskri smekkkonu & fagurkera með meiru. Ég hikaði ekki við það að henda á hana línu og spyrjast fyrir þeim. Svarið var ekki lengi að koma og asos.com var það, mér til mikillar ánægju. Ég var ekki lengi að fara inn á síðuna og hefja leitina af þeim, og viti menn, þeir voru á útsölu! Bingó, eitt par nr. 37 takk. 

Mig einmitt vantaði NUDE lace up hæla í safnið mitt góða og ég bara veit það að ég á eftir að nota þá óspart. Skórnir eru frá River Island (mæli einnig með þeirri síðu) og ótrúlegt en satt þá eru þeir bara nokkuð þæginlegir þar sem þeir halda svo vel að. Núna er það eina í stöðunni að bíða eftir hækkandi sól (en sú bið), sækja sér í smá lit á leggina, setja á sig varalit og lace it up!

- Xs