LADY GAGA - AHS

15 Feb 2016

Ég kláraði nýverið nýjustu seríu American Horror Story þar sem glæsikvendið Lady Gaga leikur eitt af aðalhlutverkunum. 

Það er greinilegt að þessi kona er listamaður á mörgum sviðum en hún hlaut Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum fyrr á þessu ári.

Þættirnir hafa unnið til fjölda verðlauna og einna helst fyrir liststjórnun, búningahönnun, hár og förðun.
Það eru þessir hlutir sem að hafa heillað mig mest við þættina og það sést að fagmennskan er í fyrirrúmi. 


Ég hef horft á allar 5 seríurnar. Mér finnst þær verða betri og betri og hlakka strax til að sjá þá næstu. 

Ef þið eruð Lady Gaga aðdáendur líkt og ég og hafið ekki séð seríuna, þá myndi ég gera það hið snarasta!


-KAV