9 plöntur sem geta lifað í dimmum skotum

18 Feb 2016

Ég er algjör plöntubani, mér tókst meiri segja að drepa Orkedíuna mína núna um daginn. Það á víst að reynast erfitt því þær eiga ekki að þurfa neitt brjálaðslega mikið sólarljós. 

Af því ég er svo gjörn á að gleyma að vökva, og ég er ekkert hrifin af því að troða í gluggakistuna mína (vil helst bara ekki neitt þar), þá vantar mig plöntu sem gæti lifað með mér í dimmunni án þess að vera needy og þurfa mikinn tíma frá mér. 

Ég leitaði þær uppi og fann þessar tegundir - ég er reyndar ekki með íslenska heitið yfir þeim.

 

CALATHEA (þetta nafn hrífur mig)
- Ein af mínum uppáhalds af þessum lista, virkilega falleg! Oftar en ekki er smá rauður og hvítur ríkjandi í henni, en ég er ekki eins hrifin af henni þannig. Mikið sólarljós meiri segja dregur úr litnum hennar, það viljum við ekki. 


 

DIEFFENBACHIA
- Björt og falleg planta. Geymist best undir filteruðu ljósi.

 

DRAGON TREE
- Klassísk planta sem var örugglega að finna á flestum heimilum hér í denn. 

 

SPIDER PLANT
- Þessi er fljót að vaxa og þarf ekki mikla ummönnun. 

 

HEART LEAF PHILODENDRON
- Þessi er þegar orðin vinsæl hjá landanum enda ein sú fallegasta.

 

PEACE LILY
- Þessi er einnig á vinsældarlistanum. Mér finnst hún alltaf fallegust inn á baðherbergjum.

 

CHINESE EVERGREEN
- Góð byrjenda planta, þarfnast litla sem enga ummönnun.

 

SNAKE PLANT
- Mín uppáhalds! Það er eitthvað svo ótrúlega töff við þessa plöntu, ég þrái hana. Sólarljós af og til hjálpar henni að vaxa, annars ætti hún alveg að vaxa og dafna vel á dimmari stöðum.

 

CAST IRON PLANT
- Leðurlauf sem þola hita jafnt sem kulda vel en er aftur á móti lengi að vaxa svo að þolinmæðin fyrir því þarf að vera til staðar. 

Ég mæli með því að þið farið út í næstu blómabúð og bætið við einni grænni á heimilið.

-Xs