Suede jacket

18 Feb 2016

Nýtt í fataskápinn frá H&M.

Ég plataði hinn helminginn að hoppa inn í H&M fyrir mig í gær þegar hann var staddur í London, og grípa þennan SUEDE brúna biker jakka fyrir mig. Það var algjört happa-glappa hvort hann væri til í mínu númeri og að kæró myndi grípa rétta jakkann, en það rættist úr þessu öllu saman og hann er minn í dag. 

Mig langaði að setja á mig andlit og klæða mig aðeins upp því það er ótrúlegt hvað maður festist í sömu rútínu í fæðingarorlofinu. Sú rútína einkennist af sama þæginlega klæðnaðinum, hárið upp í snúð og nakið andlit. Dagurinn verður einhvern veginn mikið betri og manni líður einfaldlega betur ef maður byrjar hann svona án þess að þurfa að vera fara eitthvað út. Maður er ferskari og tilbúnari í verkefni dagsins. Þetta er t.d. annað bloggið mitt i dag, það er greinilegt að góð líðan gefur manni drifkraft. Ekki það að dagarnir mínir séu eitthvað slæmir, alls alls ekki! Ég er heppnust í heimi að eiga litla Nóel að og fá að eyða öllum stundum með honum. Það sem ég er að segja er að ég kann meira að njóta þess ef ég er í hreinum bol svona til breytingar og með lit í andlitinu. Ef þú ert nýbökuð móðir og ert að lesa þetta þá mæli ég með þessum litlu hlutum sem gera samt svo mikið, þú átt það sannarlega skilið.

Ég bað minn "insta husband" að smella nokkrum myndum af mér og að venju fékk ég 30sek ramma til að vinna með því þetta er það allra hallærislegasta og leiðinlegasta sem hann tekur þátt í.
 

___________________________________________________________________________________________________________


Outfit dagsins
___________________________________________________________________________________________________________

___________________________________________________________________________________________________________

Jakki H&M
Toppur ZARA
Buxur ZARA
Skór NEW BALANCE
___________________________________________________________________________________________________________

-Xs