Konudags dress

19 Feb 2016

 

Í samstarfi við Selected

Nú þegar konudagurinn nálgast þá ákvað ég að kíkja við í Selected og finna tvö dress sem ég gæti hugsað mér að klæðast á konudagsdeiti um helgina. 


Selected ætlar að vera með konudagstilboð alla helgina þar sem 20% afsláttur verður af völdum flíkum.
 Ég bjóst ekki við því að fíla þetta útvíða trend en það er að koma mér verulega á óvart. Ég er ekki neitt rosalega hávaxin og hélt að svona buxur myndu alls ekki fara mér. Mér skjáltlaðist aldeilis og er orðin ástfangin af þessum buxum. Finnst þær lengja mig ef eitthvað er. 

Buxurnar og peysan verða meðal annars á afslætti um helgina. 
 

Ég er ekkert smá skotin í þessu dressi og þá sérstaklega rúskinns hælunum. Ég hef aldrei átt pinnahæla enda virka þeir mjög óþægilegir að sjá, en það kom mér á óvart hvað þessir eru þægilegir. 


Mæli með að kíkja á allt fallega góssið sem Selected í Smáralind hefur upp á að bjóða eða senda kallinn í leiðangur að kaupa eitthvað fallegt handa frúnni :) -KAV