Casual Sunday

21 Feb 2016

Ný peysa í fataskápinn...

Þið sem hafið eitthvað fylgst með mér vitið að ég hef mikinn áhuga á tísku & trendi. Ég hef samt ekki þorað að fara út fyrir þægindarammann og færa tískufærslurnar upp á persónulegt level fyrr en núna í vikunni. Ég hef aðallega verið að taka myndir af pinterest og gefa ykkur smá innblástur af mögulegum outfit-um. Núna á dögunum fékk ég lánaða myndavélina hjá litla bróðir og ætla að reyna að vera duglegri í að taka myndir og henda upp outfit færslum. Þetta veltur samt allt hjá kæró hversu mikið hann nennir þessu. Eins og ég sagði í fyrsta svona bloggi mínu, það að taka myndir af mér að pósa í einhverjum flíkum... það er bara það hallærislegasta sem hann veit um. Það er bara svo gaman að klæða sig upp, punta og setja á varirnar stút. Við gerum þetta allar og persónulega skammast ég mín ekkert fyrir það.

Hann hótar því að einn daginn muni hann opna Homme.is og við skiptum þá um hlutverk. Ég sé fyrir mér að á þeirri síðu væri að finna uppskrift af pulsupasta, hvar mesta litaúrvalið af crocs skóm væri að finna og outfit pósta fyrir bumbubolta. Þetta væri náttúrulega algjört bíó og einum of fyndið, og ég vona að hann láti verða að því, ég yrði klárlega daglegur gestur. 

__________

Ég keypti mér þessa peysu núna á dögunum þegar ég kíkti í smá rölt um Smáralindina. Hana fékk ég í ZARA og ég sé mikil not fyrir hana í sumar með rifnum gallastuttbuxum og jafnvel leðurpilsi. Ótrúlega basic grá peysa en Elle Macpherson merkingin seldi þetta fyrir mig. Mig minnir að hún sé einnig til í svörtu og þá með hvítri Claudia Schiffer merkingu. 

Leðurjakkann keypti ég í G17 í fyrra og ég hef mikið notað hann. Algjört must have að mínu mati. 

__________
 

- Xs