Snyrtivörur Hildar Guðrúnar

22 Feb 2016

Ég elska að fylgjast með förðunarfræðingum á instagram, bæði erlendum og íslenskum til þess að fá innblástur. Það var ein íslensk stelpa sem var alltaf að poppa upp í explore hjá mér með svo ótrúlega flottar makeup myndir. Sú heitir Hildur Guðrún og þið finnið hana á instagram undir @Hildurmua ef þið viljið fylgjast með henni! Ég ákvað því að senda á hana línu og forvitnast aðeins hjá henni um hennar snyrtivörur. 

Hver er Hildur Guðrún?

18 ára gömul úr Kópavogi. Er útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School og starfa nú hjá MAC í kringlunni. Ég er í Verzlunarskóla Íslands á Hagfræðibraut. Ég elska að ferðast, elda góðan mat, hreyfingu og að eyða tíma í að dunda mér með snyrtivörur.

Hvernig er þín dags daglega rútína þegar að kemur að förðun?

Litað dagkrem, hyljari er must have fyrir þreyttan námsmann eins og mig, sólarpúður, kinnalitur, highlighter, augabrúnagel og maskari. Síðan elska ég á að enda með að spreyja fix+ yfir allt andlitið til að fríska mig upp og vekja mig endanlega.
 

Ef að þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar að þú ert á hraðferð hvað geriru fyrir þig?

Allan daginn sólarpúður! Mér finnst það fríska mig svo upp, sérstaklega á vetrartímunum.
 

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem að þú gætir ekki verið án?

Ég elska elska elska Give Me Sun sólarpúðrið frá MAC. Mitt er að verða búið svo ég þarf að fara kaupa mér annað helst í gær!


 

Hvernig snyrtivörur eru það sem að þú fellur alltaf fyrir? 

Ég elska highlightera og þakka Guði fyrir að það sé highlighter faraldur í gangi núna og að fyrirtæki eru að koma með nýja á markaðinn.

Finnst þér gaman að prófa nýja hluti eða helduru þig við það sem að þú veist að hentar þér ?

Ég veit ekki um skemmtilegri hlut en að prófa eitthvað nýtt og mynda mér skoðun um þá, en það getur stundum verið mjög kostnaðarsamt að vera alltaf að kaupa eitthvað sem maður þekkir ekki til.

Hver er nýjasta snyrtivaran sem þú hefur keypt þér?

Liquid lipstick frá Ofra í litnum Brooklyn. Hann er mjög töff og edgy.
 

Hverjar eru þínar "must have" vörur fyrir hverja árstíð þegar kemur að snyrti og húð vörum ?  

Fyrir veturinn er það klárlega mjög rakagefandi krem, helst eru það Moisture infusion serumið frá MAC og ég nota mjög gjarnan Strobe kremið, einnig frá MAC til að fá meiri raka og ljóma í húðina. Ég sækist yfirleitt í meiri þekju yfir veturinn og hef verið að nota L’Oreal Infallible Pro-Matte og Studio Fix farðann frá MAC. Um sumrin finnst mér lang þæginlegast að vera með léttan farða á húðinni og nota þá Face and Body farðann frá MAC.


 

Hvaða snyrtivara er efst á óskalistanum hjá þér núna ?

Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills hefur minn augastað og langar líka svo að prófa Kylie Lip Kit.

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem að þú verður alltaf að eiga?

Fix+, Give Me Sun og Warm Soul kinnaliturinn frá MAC, Anastasia Brow Wiz og Champagne Pop highlighterinn frá Becca.  
 

Hverju bætiru við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

Klárlega augnhár, þau gera alla förðun mun dramatískari og ýktari. Ég er mjög mikið að nota MAC #35 þessa stundina.
 

Hvaða hreinsi og húðvörur ertu með í notkun núna?

Ég nota andlitssápu frá Clean & Clear með Clarisonic burstanum mínum, Clarifying lotion frá Clinique sem tóner, Moisture Infusion serum frá MAC og Dramatically different moisturizer frá Clinique. Ég skiptist á milli að nota Charcoal maskann frá Origins og Honey & Oat maskann frá Body Shop.

Takk Hildur fyrir að deila með okkur svörunum þínum <3

 

Steffý