G&T kvöld

25 Feb 2016

Einn af mínum drykkjum eru klárlega klassískur G&T. Við hittumst nokkur síðustu helgi þar sem einn góður vinur minn er með gríðarlegan áhuga á gini og var búin að vinna þvílíka rannsóknarvinnu fyrir kvöldið og paraði saman mismunandi gin með mismunandi tonic og brögðum.

Kvöldið var ekkert smá skemmtilegt og ótrúlega gaman að smakka mismunandi útfærslur af þessum klassíska drykk.
Ég fékk hann til að senda mér listann sem hann gerði fyrir kvöldið og ég tók einnig myndir og ætla að setja hvað var í  hverjum drykk fyrir sig.


1. Hendricks + Schweppes + svartur pipar + gúrka

2. Beefeater + Grape + Fever Tree + stjörnuanís

3. Citadel + Kanilstöng + Appelsínubörkur + Britvic

4. Martin Miller + Fentemans + Jarðaber + Basilika

5. Star of Bombay + Schweppes + Kóríander korn + Lime


 

Hversu mikið langar ykkur í G&T um helgina ?

Glösin eru öllu frá Frederik Bagger og fást í NORR11

Marta Rún