CHIE MIHARA

28 Feb 2016

Skóhönnuðurinn Chie Mihara er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er þó ekki svo langt síðan ég uppgötvaði merkið en mamma mín er mikill aðdáandi og kynnti mér fyrir skónum.
Eitt helsta markmið Mihara er að hanna kvenlega, skemmtilega og þægilega skó. Innblásturinn fyrir skólínurnar sækir hún í sinn fjölþætta menningarlega bakgrunn.

______________
 

Vorlína Chie Mihara er mætt í Kaupfélagið Kringlunni.
Ég valdi eitt af mínum uppáhalds pörum úr línunni til þess að mynda og læt mig dreyma um að eignast það í leiðinni... 

Þessir vönduðu, klassísku gæðaskór eiga hug minn allan þessa stundina. Það er auðséð að fagmennskan er í fyrirrúmi, bæði í hönnun og framleiðslu enda hefur mér sjaldan fundist jafn gaman að opna skókassa. 
 
Ég held ég geti hætt að sannfæra sjálfa mig og játa mig sigraða.
 


Þið getið skoðað hinar týpurnar úr línunni á facebook síðu Kaupfélagsins hér.

______________


-KAV