Ný og spennandi barnalína í IKEA

13 Mar 2016

Eg rakst á þessa frábæru barnalínu á IKEA síðunni áðan. Línan heitir FLISAT og voru nokkrir hlutir þarna sem leysa vandamál í barnaherberginu okkar.

Þessi bókahirsla finnst mér virkilega flott og mjög aðgengileg fyrir barnið til þess að velja sér lesefni. Svo er líka alltaf sá möguleiki að mála eða spreyja ef viðarliturinn hentar ekki. 

Borðið er stillanlegt, þannig það er hægt að aðlaga það alveg að barninu.

Virkilega vönduð og falleg lína sem hægt er að versla hérna, svo skemmir ekki fyrir þegar verðin eru þokkaleg. 
Frekari innblástur fyrir barnaherbergin hérna.

SARA SJÖFN

#litlafólkið #barnaherbergi