Fljótlegur morgundjús

18 Mar 2016

Ég er alltaf týpan sem er hlaupandi út um hurðina á síðustu stundu á morgnanna þó að ég mæti 11 í vinnuna. Nýlega er ég farin að gera mér fljótlegan grænan safa á meðan ég er að hafa mig til.

Ég kaupi mér oft Froosh til að taka með í vinnuna sem svona millimál en upp á síðkastið er ég búin að vera að gera þá matarmeiri og setja í blandara.Þessi græni drykkur er með spínati, kókos, epli, kiwi, banana og fleira.

Ég set Froosh drykkinn í blandara og bæti við meira spínati, hálfu avodaco, kiwi, smá engiferi og blanda ásamt klökum og hann er tilbúin á núll einni..

Það er sniðugt að nota þessa drykki og bæta bara við ávöxtum, grænmeti og höfrum til að gera þá matarmeiri og þetta er svo einfalt og bragðgott.Ég ætla að prufa mig áfram í fleiri svona drykkjum og birta hérna inná síðuna.

Ég setti þessa mynd á instagram hér @martaarun og Frederik Bagger regrammaði henni nokkrum mínútum seinna og svo síðusta daga hafa alls konar dönsk fyrirtæki verið að regramma henni sem er bara mjög skemmtilegt.

Glösin fást auðvitað í NORR11
Marta Rún