NEW IN - JAKKI FRÁ TWIST & TANGO

20 Mar 2016

Í samstarfi við Kastaníu


Ég er byrjuð að vinna í Kringlunni og geng reglulega framhjá versluninni Kastanía. Þá hef ég alltaf dáðst af sömu flíkinni frá sænska merkinu Twist & Tango sem er loksins orðin mín. 

Ég tók nokkrar myndir af dásemdinni til þess að deila með ykkur enda með eindæmum falleg. 
 

 

Ég er yfir mig ánægð með nýjustu viðbótina í fataskápinn. Jakkinn er þunnur líkt og skyrta og sé ég fram á að geta notað hann á marga vegu, til dæmis við gallabuxur og bol.

Merkið heillar mig verulega og ég mun vonandi sýna ykkur fleiri fallegar flíkur frá Twist&Tango í framtíðinni. 

____________________________
 

Jakkinn er fáanlegur í verslun Kastaníu í Kringlunni og á einnig hér á vefversluninni. 

 

-KAV