Árshátíðarförðunin

21 Mar 2016

Ég fór á árshátíð þar síðustu helgi og fékk hana Svövu Kristínu vinkonu til að koma heim og farða mig. Eins og þið sjáið þá gerði hún óhefðbundna smokey förðun á mig sem var gjörsamlega tryllt. Útkoman var svo falleg að mig langaði til að deila henni með ykkur og fékk því hana Svövu til þess að fara yfir hana skref fyrir skref. Ég sendi boltann yfir á hana..


__________

Ég er mjög mikið fyrir það að fara út fyrir comfort zoneið og var mjög hamingjusöm að fá að gera eitthvað nýtt á Söru Dögg á laugardaginn. Þetta lúkk er reyndar ekki nýtt fyrir mér en alveg nýtt á henni, sjálf hef ég nokkru sinnum verið með svona rautt smokey, enda þessi burgundy litur geggjaður!

Ég byrja alltaf á augum og það er primerinn sem fer fyrstur á, notaði KIKO pearl augnprimer, ódýr og góður. Síðan tók ég saman alla rauðlituðu augnskuggana mína og byrjaði að leika mér. Aðalliturinn er Louder frá Makeup store en með honum notaði ég Cranberry og Coppering frá MAC. Það þarf alltaf að passa að blanda vel og þá sérstaklega þegar unnið er með svona áberandi liti, ég notaði smá Kiss on the cheek kinnalitinn frá Makeup store með til að ná blönduninni fullkomnri. Það er oft hægt að nota kinnaliti með í augnförðun sem "efsta" lit til að ná betri blöndun. Á augabrúnirnar kemur ekkert annað til greina hjá mér en Anastasia dip brow, ég nota chocolate litinn, fallega brúnn og hentar flestum.

Sara Dögg notar pro longwear hyljarann og Studio fix meikið frá MAC, þetta combo hylur vel og gefur fallega áferð. Ég nota þetta mikið sjálf ásamt TEMPTU airbrushinu sem gefur auðvitað fullkomna áferð og hentar vel fyrir stelpur eins og mig með lélega húð. Til að skyggja andlitið notaði ég Harmony kinnalitinn frá MAC og Soft and gentel MAC highlightinn og Give me sun MAC sólarpúðrið. Khalahari wonderpowder frá Makeup store gefur síðan perlugljáa yfir allt andlitið, punkturinn yfir i-ið.

Sara Dögg er með svo fallega ljósa húð að augnförðunin fékk að njóta sín 100% því völdum við nude varalit með sem heitir einfaldlega creme de nude frá MAC. 


__________
 

 

Hér má síðan sjá myndir af vörunum sem ég notaði í förðunina. 

Vantar þig förðun fyrir næsta tilefni? Hún Svava Kristín er með góða aðstöðu heima hjá sér til þess að taka á móti þér/ykkur og farða, hún getur einnig komið til þín. Hún heldur úti facebook síðu Day and Night þar sem hún deilir öllu tengdu make-upi. Þar er hægt að fylgjast með og læra af henni, ég mæli með að þið kíkjið á hana með því að smella á myndina. 

 

Svava á Instagram @sgretars


 S A R A  D Ö G G