FRINGE MADNESS

22 Mar 2016

Ég var í algjörum vorgír í síðustu viku þegar þessar myndir voru teknar.
Ég hóaði í Mörtu og plataði hana til þess að taka nokkrar outfit myndir af mér. 
Ég var búin að hafa þetta dress í hausnum á mér í smá tíma en vantaði eitthvað flott að ofan til þess að fullkomna dressið. 
Þessi skyrta úr Vila finnst mér fullkomin við og toppar þetta 70's look.

 


​Vonandi eruð þið ekki komin með leið á mér og útvíðum buxum en ég bara get ekki hætt! 
Þessar að ofan fékk ég í Indiska en þær eru úr mjög mjúku og teygjanlegu efni mér til mikillar gleði.

Jakkinn varð bara að fá að vera með en hann hef ég ekki notað mikið síðan ég pantaði hann af etsy.com.
Sagan af honum er nokkuð fyndin en ég pantaði hann áður en ég fór til Boston í fyrra og ég ákvað að taka nánast ekkert með mér því ég bjóst við að versla eins og brjálæðingur. Svo reyndist ekki og ég endaði með að ganga um í þessum rúskinns kögurjakka alla ferðina. 
Það er nú ekki frásögu færandi nema ég var komin með hálfgerða krippu og svaðalega vöðvabólgu á síðasta degi þar sem jakkinn er ca. 10 kg. Ég lýg ekki! 

Fallegur er hann og ég ætla reyna nota hann meira þrátt fyrir þyngdina, beauty is pain er það ekki ? 

_________________________________

Skyrta: Vila 
Buxur: Indiska
Rúskinns choker: Zara
Skór: Vagabond - Kaupfélagið 
Jakki: Vintage af etsy.com


__________________________________

Kveðja úr villta vestrinu

-KAV