NÝTT Á HEIMILIÐ

25 Mar 2016

Ég fékk þetta fallega plakat að gjöf frá íslensku vefversluninni www.tinytresor.com.
Plakatið valdi ég sjálf úr hópi margra fallegra mynda sem í boði eru. Hægt er að skoða úrvalið hér.
Myndirnar eru eftir sænska ljósmyndarann, Dan Isaac Wallin. Hann tekur myndirnar á útrunnar Polaroid filmur sem gerir myndirnar hráar, dulrænar og einstakar að mínu mati. 

Ég varð strax yfir mig hrifin af myndunum þegar þau höfðu samband við mig og átti erfitt með að velja úr.
Það var samt eitthvað við þessa sem heillaði mig, hún er dimm og drungaleg sem passar vel inn á heimilið. 

 
Ég mæli með að kíkja á heimasíðu Tiny Trésor hér.
Þar er hægt að finna margt fallegt, meðal annars barnaföt, stafaljós, úr og allskonar fínerí. 


Takk kærlega fyrir mig Tiny Trésor

___________________________


-KAV