NÝTT FRÁ SELECTED

27 Mar 2016

Í samstarfi við Selected

Ég kíkti í Selected í Smáralind í síðustu viku að skoða nýju sendinguna þeirra. Það voru tvær flíkur sem fönguðu athygli mína og mig langar til þess að deila þeim með ykkur. 

Ég ákvað að nýta fallegu náttúruna á Bjarteyjarsandi í hvalfirði í smá myndatöku session þegar ég var í bústað þar rétt hjá um daginn. 
 
Þessi kápa er vorið uppmálað að mínu mati. Létt og þægileg, fullkomin við svart plain dress eins og þetta og líka við meira hversdags. Basic gallaskyrta. Ég féll strax fyrir þessari enda er efnið í henni guðdómlegt. 
Ég fýla sniðið líka einstaklega vel. Þessa mun ég nota mikið í vinnunni. 

______________________________

Páskakveðja,

-KAV