Fermingargjafir handa henni

29 Mar 2016

Þessi færsla er ekki kostuð. Hér er að finna nokkrar hugmyndir af fermingargjöf handa henni sem hægt er að nálgast í verslunum hér á landi. 

Ég er búin að sitja yfir þessum lista í allan dag og reyna að setja mig í spor þessara stúlkna sem eru að fermast. Ég ætlaði einnig að setja saman hugmyndir fyrir peyjana en þar var ég alveg tóm.

Ég er enn að reyna að ná því að það séu komin 12 ár síðan ég fermdist, ég er í smá sjokki hérna. Þó að það sé liðinn svona langur tími þá man ég það hvað mér fannst gaman að fá eitthvað í herbergið í gjöf, eins skartgripi. Að reyna finna flotta gjöf getur verið ótrúlegur hausverkur svo að vonandi hjálpar þessi listi einhverjum. 


S A R A  D Ö G G