10 grá & kósý svefnherbergi

03 Apr 2016

Það er sko aldeilis sunnudagur til sælu og hið fullkomna veður hér í borginni til að viðra sængurnar og fara að sofa með hreinar og ferskar sængur. Það þarf ekki meira til að gleðja mann en að fara að sofa með hreint á rúminu, mmm svo notó. 

 

Þessi gráu og fallegu svefnherbergi eru draumi líkast, njótið - NOTE: lesist best með kaffi & súkkulaði.

 

Það er allt fallegt á þessari mynd

 

Svona skandinavísk hönnun er mér að skapi...

 

Gólflampar og lítil hliðarborð í stað borðlampa og náttborðs, kemur ótrúlega skemmtilega út. 

 

Pastel draumur. Persónulega fæ ég fljótt leið af pastel æðinu sem poppar upp annað slagið og því hef ég það alltaf á bakvið eyrað að taka ekki þátt í því, en það er bara ég. 

 

Skandinavískt andrúmsloft í svefnherberginu færðu með linen gardínum eins linen sængurfötum, þá sérstaklega í gráum og hvítum tónum.

 

Sjálf mæli ég með dökkum og ríkum veggjum í svefnóinu. Eftir að hafa prófað það þá fer ég líklega aldrei aftur í mýkri tóna þar. 
 

S A R A  D Ö G G


Meira um innanhúshönnun : #innlit