VIÐJA armbönd

04 Apr 2016

Úr ekta silfri

 

Mér var bent á þessi fallegu armbönd fyrir ekki svo löngu síðan. En við erum að tala um armbönd frá merkinu Viðja.

 

 

Armböndin eru framtak fjagra stúlkna sem að vilja vekja athygli á geðrænum vandamálum & ætla þær að reyna að fjarlæga þennan "tabú" stimpil sem á það til að festast við þetta málefni. Þær vilja koma á framfæri að það er í lagi að leita sér hjálpar. 

Ágóðinn af armböndunum rennur til félagsins Hugarafl sem að veitir öllum sem til þeirra leita hjálp til að hefja bataferli sitt með því að bjóða uppá tíma hjá sálfræðingi & iðjuþjálfara svo fátt eitt sé nefnt. 

Á armbandinu hangir skífa úr ekta silfri með tákninu HAMINGJA eða STYRKUR sem eru hvatningarorð til fólks.

 

 

Ég átti bágt með mig að velja & endaði síðan á að velja mér armbandið sem að táknar hamingju.

 

 

Við höldum svo oft að það sé áfangastaður en það er gott að nefna það að það er ferðalag. Njóta dagsins í dag, ég hef sjálf tekið mig á & hugsa það vel hvernig ég ætla að tala til mín. Ég vakna á morgnana & passa mig að tala fallega til mín þó svo að oft eigi ég það til að eiga grimma daga eins & allir. En ef það væri eitthvað ráð sem að ég myndi vilja að ungar stúlkur myndu taka bókstaflega í dag er að passa uppá sjálfan sig eins klisjulega & það vill hljóma því það er erfitt að ná langt í lífinu í því sem að manni langar að gera ef maður er alltaf að brjóta sjálfa sig niður.

 

 

Þetta armband er því frábært djásn til að lýta á & hugsa ég á VAL hvernig líf mitt er. Ég VEL að hugsa jákvætt um mig & mitt líf. Ég skal lofa ykkur því að það mun hafa áhrif. 

Ég vil jafnvel leggja á ykkur áskorun að hugsa jákvætt & segja ekkert neikvætt í 7 daga. Jákvæðniskúrinn ef að þú segir eitthvað neikvætt eða hugsar eitthvað neikvætt & ætlar ekki breyta því þá byrjaru uppá nýtt. Þetta er erfitt en ég get lofað ykkur því að þetta er yndislegt ef að þið náið að gera þetta til enda, lífið mun breytast. 

Þið getið keypt armböndin inná þessari síðu HÉR. Stúlkurnar bjóða einnig uppá fría heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins. Ég hvet ykkur öll til að verða ykkur útum eitt armband þar sem að þetta er vert málefni að styrkja & þessar ungu stúlkur frábærar fyrirmyndir sem að eiga skilið athygli. Það er erfitt að lifa í nútímasamfélagi, mikið stress, pressa & kvíði. 

ykkar, 

Sylvia