NÝTT Í SNYRTIBUDDUNA

06 Apr 2016

Mig langar til þess að deila með ykkur tvennu nýju í snyrtibuddunni minni og eru þessar vörur orðnar strax í miklu uppáhaldi. 

 Þessa augnskuggapallettu þekkja eflaust margir en þetta er hin sívinsæla og eftirsóknarverða 35O palletta frá Morphe
Ég pantaði hana af heimasíðu Morphe hér en hún er því miður uppseld í augnablikinu. 
Hún fær fullt hús stiga frá mér þó ég hafi ekki mikinn samanburð en miðað við verð þá skorar hún mjög hátt. 
 Þessi augnhár frá Make up store eru mín allra uppáhalds. Ég keypti þessi í síðustu viku og var að endurnýja mín gömlu sem ég var örugglega búin að nota í 50 skipti. Make up store lækkuðu nýverið öll augnhár úr 2990 í 1990 mér til mikillar gleði.
 Þessi heita Doll og eru hin fullkomnu augnhár að mínu mati. Ég er meira fyrir léttt augnhár með þunnu bandi heldur en þykk og mikil.
Ég nota linsur þegar ég fer út og mála mig og að vera með þung og mikil augnhár í þokkabót er ekki það þægilegasta.
 
Ég tók nokkrar myndir af förðuninni til þess að sýna ykkur afraksturinn. 

Ég hafði myndband eftir Jaclyn Hill til hliðsjónar þegar ég gerði þetta augnlook en þið getið skoðað það hér

_______________________________________
 

Aðrar vörur sem ég notaði í þessari förðun: 

Primer: Smashbox photofinish
Farði: MAC - Studio fix fluid (NW15)
Hyljari: MAC Prolongwear (Nota 2 liti, NC20 nota ég á roða og bletti sem ég vill hylja vel áður en ég set farða, NW20 nota ég undir augun og á highlight svæðin eftir að ég set farðann) 
Augu: Primer - MAC paintpot í litnum groundwork / Augnskuggi: Morphe 35O / Maskari: Lancome Grandiose / Augnhár: Make up store - Doll
Augabrúnir: Sensai penni í litnum Greyish brown og set svo Loreal Brow stylist plumper í búnum lit yfir. 
Kinnalitur: Milani - Luminoso
Skygging: Anastasia contour kit
Highlighter: Becca (fljótandi highlighter í litnum Opal) Mac soft & gentle - set örlítið af þessum yfir blauta. 
Varalitur: Mac varablýantur í litnum Whirl á allar varirnar og mattur varagloss frá LA girl í litnum dreamy yfir. 


_______________________________________


Að lokum vill ég taka það fram að ég er ekki förðunarfæðingur og þessi færsla er ekki kostuð á nokkurn hátt heldur hef ég mjög mikinn áhuga á förðun og vildi deila með ykkur vörum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. -KAV