Árshátíðardress

11 Apr 2016

Ég fór á árshátíð um helgina og ákvað að klæðast vintage pallíettukjól sem ég pantaði mér af etsy.com

Kjóllinn er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég pantaði hann fyrir ári síðan og loksins kom rétta tilefnið til þess að nota hann.
Hann var reyndar of stór á mig en ég bjóst við að það væri ekkert mál að láta þrengja hann en það var alls ekki raunin. 
Ég þræddi hverja saumastofuna á fætur annarri í þeirri von um að einhver gæti tekið þetta að sér en kom að lokuðum dyrum hvert sem ég fór. Þetta þurfti að handsauma og það eru ekki margar sem taka svona mikla handavinnu að sér. Ég var nánast búin að afskrifa kjólinn og ætlaði bara að selja hann. 
Viti menn! Ég fann stelpu í verkið sem er algjör snillingur.
Hún heitir Bára Atla og tekur að sér allskyns verkefni og saumar og selur flíkur á facebook auk þess að sauma búninga fyrir Borgarleikhúsið.
Þið finnið hana á facebook hér
Hún var svo sæt í sér að taka þetta að sér og það í páskafríinu. Hún fær allavega stórt hrós frá mér fyrir þetta enda kom kjóllinn ekkert smá vel út og ég gæti ekki verið ánægðari :) 

 


 

Kjóll: Etsy.com
Skór: Chie Mihara (Kaupfélagið) 
Eyrnalokkar: Gamlir frá ömmu


___________________________________________________

Sjúklega sátt með þetta skemmtilega kvöld með frábæru fólki!
 

-KAV