DETAILS @ HOME

14 Apr 2016

Ég breyti reglulega til á Ikea lack hillunni minni inni í stofu. Ég er mjög sátt með uppsetninguna eins og er og langaði til þess að deila með ykkur.

_____________________________________


Þessi fallegi vasi er ein nýjasta viðbótin á heimilinu en hann fékk ég í Indiska fyrir stuttu.
Ég vinn á móti Indiska og hef haft augastað á þessum hlut í smá tíma án þess að vita að þetta væri vasi ég var bara staðráðin í að þetta skyldi fara með mér heim.
Í dag var ég svo í sumarskapi og ákvað að kaupa blóm í hann og það kallaði á þrif og myndatöku. 

Viskíkaraflan er líka nýleg en hún var afmælisgjöf til kæró en ég nýt góðs af enda hið fínasta stofustáss. 
Hana fékk ég í Norr11 og er frá Frederik Bagger
  

-KAV