Georgetown Cupcake NYC

14 Apr 2016

Ég fór til New York rétt fyrir páska og var á hóteli í Soho. Þar er mikið af gersemum en eitt af því sem stóð uppúr var Georgetown Cupcakes. Systir mín hló mikið af mér því ég var búin að finna nokkur bakarí sem mig langaði að fara í áður en við fórum, það er svona að vera kökusjúklingur. Búðin hjá þeim var ótrúlega krúttleg og úrvalið af bollakökum ekki af verri endanum. Mig hefur dreymt um saltkaramellukökuna reglulega frá heimför. 

Bakaríið er stofnað af systrum sem opnuðu fyrstu búðina í Washington. Nú má hins vegar finna kökur þeirra systra í New York, LA og fleiri borgum. Þess virði að kíkja á ef þið eigið leið hjá í Soho. 

xxx