DAY 'N' NITE

19 Apr 2016

Ég fékk hugmynd að gera svona dag / kvöld outfit í dag þegar ég var að máta strigaskó í vinnunni. 
Það er ótrúlegt hvað skór gera mikið fyrir heildarútkomuna. 

Á myndunum hér að neðan er ég í sama dressi nema ég skipti um skó og fór úr skyrtunni.
Mjög hentugt þar sem að ég var að fara í matarboð beint eftir vinnu þar sem ég vildi vera aðeins fínni. 
 Ég eiginlega verð að eignast þessa Adidas skó, tilvalin sumargjöf frá mér til mín, ehaggi? 
 


Outfit

Skyrta: Selected
Bolur: Zara
Buxur: Indiska
Toppur: Lonely lingerie (JÖR) 
Strigaskór: Adidas Stan Smith (Kaupfélagið) 
Hælar: Vagabond Norah 


Fyrir áhugasama þá eru allar flíkurnar tiltölulega nýjar og ættu að öllum líkindum að fást í fyrrnefndum verslunum. 
_____________________________________


-KAV