Insta lately

20 Apr 2016

Ég hreinlega man ekki hvenær ég kom síðast með Instagram innskot, það er trúlega orðið alltof langt síðan. Sjálf hef ég mjög gaman af því að "elta" allskonar aðganga á þessum miðli og fylgjast með allskonar fólki úr öllum áttum og menningarheimum. 

Að undanförnu hef ég aðeins verið að taka til í Instagraminu mínu því ég komst ekki yfir magnið af þeim sem ég var að followa og mér fannst ég missa af fallegum myndum frá fólki sem mér virkilega þótti vænt um, heldur var ég að sjá einhverjar tilgangslausar myndir af lifibrauði fræga fólksins.

Á sama leyti fór ég að vera virkari að pósta myndum og pæla aðeins meira í því hvernig myndum ég var henda þarna út. Þegar ég átti Nóel þá bókstaflega spammaði ég Instagram með myndum af honum. Ég lýg því ekki að það komu stundum 3 myndir á dag, ég bara fékk ekki nóg af honum. Mér var svo sama að ég væri að babyspamma á öllum miðlum því hann krúttaði yfir sig á hverjum degi og ég varð að deila því. Þið afsakið þessa nokkra mánuði kæru vinir. 

Núna er ég búin að fínisera þetta aðeins og ætla að fara meira út í outfit myndir, smá innsýn inn í heimilið mitt og innanhús verkefnin mín.  Jú, af og til koma myndir af Nóel sæta þar sem hann heldur áfram að krútta yfir sig á hverjum degi. 

Ykkur er velkomið að followa mig og fylgjast með mér. 

@sdgudjons

Plöntubaninn ég ætla að reyna á mína grænu fingur, gangi mér vel. 
 

Æ þið vitið.. tilgangslaus instagram mynd en ég elska þær.
 

G R E Y K J A V Í K veggurinn hjá Norr11, fallegur veggur - falleg búð. 
 

Litli strákurinn minn 
 

Litla skotið mitt í stofunni
 

Smá uppáhalds
 

Ég er konan sem ruggar barninu sínu til svefns og nýtur dagsbirtuna í leiðinni fyrir mynd, ekki dæma mig. 
 

Fýluferð í Lónið þar sem allt var fullbókað. Mikið er ég lélegur túristi að panta ekki fyrirfram. 
 

Ég eyddi smá tíma í Eyjum núna á dögunum og á þessum stutta tíma borðaði ég 5x á GOTT, það stendur svo sannarlega undir nafni - hollt, ódýrt og hrikalega gott. 
 

Henry London úrið mitt fallega. Fæst í Úr & Gull í Hfj.
 

Mikið um svart, hvítt, gyllt og grátt á mínu heimili, enda solid litapalletta.
 

Marta smellti þessari af monsanum mínum
 

Gamla og lúna baðherbergið mitt fær smá dass af glamúr.
 

Förðun eftir Svövu vinkonu - sjá blogg hér
 

Það fer svo sannarlega vel um hann í Pioneer kerrunni sinni, ótrúlega létt og meðferðaleg.
 

Fyrsti í choker.
 

Mæli með þessari fallegu bók frá Rut Kára, innihaldið er algjört augnkonfekt og ég fylltist af miklum innblástri. Svo er bókin sjálf fagurt stofudjásn.
 

Mynd tekin fyrir Henry London úra-leikinn. Takk allir sem tóku þátt - xx
 

Ég og krúttmundur kveðjum <3
 

S A R A  D Ö G G