Meatball Madness

20 Apr 2016

Hollar og góðar kjötbollur með tómatsósu og ostakartöflumús.

Þegar ég bjó í Williamsburg í Brooklyn þá fékk ég æði fyrir kjötbollum eftir að hafa uppgötvað veitingastaðinn The Meatball Shop, sem varð einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum. Veitingastaðurinn virkar þannig að þú velur þér tegund af bollum og meðlæti og einnig sósu.
Þú býrð til þinn eigin disk og tekur ákvarðanir eins og hvort þú viljiir meðlætið til hliðar eða á diskinn.
Matseðilinn leit svona út síðast þegar ég heimsótti staðinn og honum fylgdi penni með til að fylla inn.Allt er svo rosalega ferskt og gott.
Réttirnir eru allir búnir til frá grunni og auðvelt er því að búa til alls konar hollar samsetningar af bollum og salati.
Ég fer í hvert skipti sem ég fer til New York.
Ég pantaði uppskriftarbók staðarins rétt eftir að ég flutti heim en í henni eru allar bollurnar, til dæmis kjúklinga, grænmetis, svínakjöts og í allskonar útfærslum. Sósurnar, salötin ásamt eftirréttum og kokteilum má auðvitað finna líka.

 

Classic Beef Ball
(smá breytt uppskrift en sú sem er í bókinni)

1 pakki nautahakk
1 lúka af saxaðari steinselju
2 tsk oregano
1/2 laukur, smátt saxaður 
2 lítil egg
1/2 saxað chilli
salt & pipar

Ef þetta er of blautt getið þið bætt við smá brauðraspi.

Búðu til bollur sem eru á stærð við golfkúlu.
Settu olíu í botninn á pönnu sem má fara inn í ofn eða form. Raðaðu bollunum þétt saman ofan í pönnuna/formið.
Það er mikilvægt að bollurnar séu þétt saman svo að þær detti ekki í sundur.
Settu þær inn í ofn á 180° í hálftíma.
Þegar þær eru tilbúnar tekuru þær út og hellir safanum og olíunni sem hefur safnast saman úr forminu. Síðan helliru góðri tómatsósu yfir og setur formið aftur inn í ofn í svona 10-15 mín.
Í þetta skiptið valdi ég sósu frá Jamie Oliver sem heitir "Tomato and chilli pasta sauce".

Kartöflumús og kjötbollur passa bara rosalega vel saman!
En uppáhaldstrixið mitt við að gera góða kartöflumús er að hræra ost við hana!
Sauð kartöflur og skrældi sirka helminginn, stappaði saman við matskeið af smjöri og salt og pipar.
Svo bætti ég við svona hálfum bolla af rifnum osti og hrærði saman.
Oft saxa ég líka spínat eða ferskar kryddjurtir og set út í líka.Þetta er truflað gott!Svona kemur þetta út úr ofninum

Ég eignaðist þessa pönnu núna um daginn frá Kokku en þetta var í fyrsta skipti sem ég prufaði hana.
Mig er lengi búið að langa í svona "skillet" pönnu þar sem ég er alltaf að sjá fleiri og fleiri uppskriftir sem notfæra sér slíka pönnu.
Það má nota hana í allskonar eftirrétti, brauð, kjöti og margt fleira.
Ég er orðin mjög spennt að prufa mig áfram með hana.
Pönnuna er hægt að nota á hellu og einnig má setja hana inn í ofni sem hentar vel fyrir t.d. steikur og fleira.Svo helst maturinn bara svo heitur lengi í pönunni og það er fallegt að bera fram beint á henni.Svona lítur bókin út og þú getur keypt hana hér á 19 pund.
Smellið á Like ef þið viljið fleiri uppskriftir af bollum.

Marta Rún