HEIMA - Íslensk loðgæra

21 Apr 2016

Ég fékk þessa fallegu hvítu loðgæru að gjöf frá Gestastofu Sútarans sem er sútunarverksmiðja staðsett á Sauðárkróki. Loðskinn hf. er dótturfyrirtæki þess og sérhæfir sig í framleiðslu skrautskinna úr íslenskum lambagærum, en sérstaða þeirra er tvíþætt.. óvenju löng hár og fjölbreytni í náttúrulegum litum. 

Mig hefur lengi langað í alvöru loðgæru og vildi einmitt hafa hana frekar grófa og stóra þannig að þú sæir það strax að þetta væri the real deal. Hún stenst svo sannarlega allar væntingar og ég er yfir mig hrifin af henni. Ég er búin að prófa að koma henni fyrir á nokkrum stöðum í íbúðinni og möguleikarnir eru svo margir, hún sómar sér vel allstaðar. Á meðan ég prófaði möguleikana skellti ég nokkrum myndum fyrir ykkur til þess að sýna hversu falleg hún er sama hvar hún er í rauninni.

 

 

 

Aðrir möguleikar: 

  • Staðsetja hana í horninu á sófanum undir fallegum púðum. 
  • Leggja hana á stól/hægindastól með örmum
  • Á bekk
  • Í vögguna eða undir vögguna/rimlarúmið í barnaherberginu
  • Á gólfið fyrir framan náttborðið og við hliðina á rúminu
  • Ofan á rúmið þegar búið er að búa um
  • Á gólfið fyrir framan gólfspegilinn 
  • Undir fallegt fatahengi
  • Undir hliðarborð eða stofuborð

Hugmynd af litum

______________________________________________

Verð á loðgærum:

Hvítar & svartar einlitar - 11.990 kr. 
Gráar, flekkóttar & mórauðar - 14.990 kr. 

Gestastofa Sútarans á facebook finnuru hér.

______________________________________________
 

 

S A R A  D Ö G G